Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017

Dagskrá Bókmenntahátíðar 2017 liggur nú fyrir og má skoða hér.

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í þrettánda skipti dagana 6.-9. september. Dagskrá hennar er metnaðarfull og spennandi, en von er á  17 virtum og vinsælum erlendum höfundum, auk þess sem margir helstu höfundar Íslands taka þátt. Meðal erlendu gestanna er hin kóreska Han Kang sem hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir bókina Grænmetisætuna. Tveir höfundar sem tilnefndir hafa verið til sömu verðlauna, Eka Kurniawan og Jón Kalman Stefánsson, koma fram í sameiginlegu pallborði og ræða fegurð og ljótleika í bókmenntum. Hinn indónesíski Kurniawan, sem er þekktastur fyrir bók sína Fegurð er sár, flytur aðra opnunarræðu hátíðarinnar en hina ræðuna flytur handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016, Auður Ava Ólafsdóttir.

Continue reading