Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Samningur við Hljóðbókasafn Íslands

Samningur við Hljóðbókasafn Íslands – Pdf-skjal

SAMNINGUR
um eintakagerð fyrir blinda, sjónskerta og lestrarhamlaða
byggt á 19. gr. höfundalaga nr. 73/1972 með áorðnum breytingum

1. gr.
Almenn ákvæði
1.1 Aðilar samningsins:
Samningur þessi er gerður af menntamálaráðuneyti f.h. Blindrabókasafns Íslands og
Rithöfundasambandi Íslands.

2. gr.
Viðfangsefni samningsins og umfang
2.1 Viðfangsefni:
Samningur þessi kveður á um rétt Blindrabókasafns Íslands til gerðar hljóðupptaka
á ritverkum á íslensku og til dreifingar í samræmi við höfundalög, reglugerðir sem
settar eru með stoð í höfundalögum og í samræmi við ákvæði þessa samnings.
2.2 Notendur:
Hljóðupptökur sem framleiddar eru samkvæmt samningi þessum eru til afnota
fyrirblinda, sjónskerta, lestrarhamlaða eða aðra þá sem vegna fötlunar eru ófærir
um að lesa prentað mál. Forsenda fyrir aðgangi að þessu efni er að notandinn sé
skráður sem slíkur hjá Blindrabókasafni Íslands. Útlán slíkra hljóðupptaka til annarra
eru óheimil.
2.3 Stafræn framleiðsla:
Hljóðupptökur sem gerðar eru samkvæmt samningi þessum má framleiða og geyma
á stafrænu formi. Á grundvelli hinnar stafrænu gerðar má framleiða eintök af
upptökunum í ólíkum gerðum og fyrir mismunandi afspilunartækni eftir því sem
hentar þörfum og aðstæðum notenda sem skilgreindir eru í 2.2.

3. gr.
Öryggisákvæði, dreifing o.fl.
3.1. Dreifing:
Einstakar hljóðupptökur sem framleiddar eru á grundvelli höfundalaga og þessa
samnings má afrita og dreifa með áþreifanlegum hætti (t.d. á geisladiskum og dvddiskum)
og lána endurgjaldslaust. Einnig má bjóða notendum endurgjaldslausan
aðgang að eintaki af upptökum á netinu (t.d. með niðurhali). Notendum er frjálst
að nota eigin spilunarbúnað og að gera afrit til eigin nota af eintakinu sem þeir
hafa fengið að láni, svo framarlega sem afritin eru eyðilögð við lok útlánstímans.
3.2. Upplýsingaskylda framleiðanda:
Framleiðanda ber að upplýsa notendur um að lánaðar upptökur séu aðeins til
einkanota og að þeim megi ekki undir nokkrum kringumstæðum dreifa áfram. Með
sama hætti ber framleiðandanum að upplýsa notendur um að þeim beri að eyða
eða skila öllum eintökum af upptökum eftir því sem við á. Blindrabókasafn Íslands
skuldbindur sig til að sjá til þess að öll eintök sem framleidd eru á grundvelli þessa
samnings séu merkt með eftirfarandi texta fremst í eintakinu: „Þessi útgáfa er
framleidd …. [ártal fært inn] í samræmi við ákvæði höfundarlaga og samning
menntamálaráðuneytis og Rithöfundasambands Íslands. Útgáfan er eign
Blindrabókasafns Íslands og má ekki afrita án leyfis. Útgáfan er eingöngu ætluð til útlána til lánþega safnsins og henni má ekki dreifa til annarra.“

4. gr.
Skyldur og réttindi
4.1.Merking eintaka:
Þegar hljóðupptökur eru gerðar skal höfundar, titils og upphaflegs útgefanda getið
á hverju eintaki, sem og framleiðsluárs og framleiðanda. Að öðru leyti gildaákvæði
höfundarlaga um merkingar eintaka.
4.2. Tilkynningar:
Blindrabókasafn Íslands skal birta á vef sínum https://hbs.is/ lista yfir þær
hljóðupptökur sem framleiddar eru ár hvert auk lista yfir allar hljóðupptökur sem
það hefur til útlána.

5. gr.
Gjaldskrá og greiðslur
Fyrir framleiðslu hljóðupptaka á grundvelli samnings þessa og höfundalaga á
höfundur rétt á sanngjörnum greiðslum bóta.
5.1 Gjaldskrá:
Greiðslur skulu miðast við hvern titil, án tillits til þess hversu mörg eintök eru
framleidd af upptökunum:
a) Blindrabókasafn Íslands skal greiða kr. 17.000 pr. titil fyrir ritverk sem eru
frumsamin á íslensku, en fyrir þýdd ritverk greiðist helmingur taxtans.
b) Auk þess skal Blindrabókasafn Íslands árlega greiða í eingreiðslu gjald að
upphæð 1,3 m.kr. vegna almennra afnota á rétti höfunda vegna eigin
verka og afnota á vegum Blindrabókasafnsins á ofangreindum
hljóðupptökum.
5.2. Greiðslur:
Greiðslur samkvæmt 5.1 a) skulu reiknaðar ársfjórðungslega:
1. febrúar, 1. maí, 1, ágúst og 1. nóvember.
Greiðslur samkvæmt 5.1 b) skulu greiddar fyrir 31. mars ár hvert,
5.3 Viðmiðun gjaldskrár:
Allar upphæðir í samningi þessum skulu reiknaðir 1. janúar árlega út breytingum á
launavísitölu.

6. gr.
Framkvæmd samnings
6.1 Viðtakandi greiðslna:
Allar greiðslur samkvæmt samningi þessum skulu inntar af hendi til
Rithöfundasambands Íslands sem annast meðferð tekna og dreifingu til eigenda
höfundaréttar óháð félagsaðild, að frádregnum kostnaði samkvæmt góðum
reikningsskilavenjum. Samkomulag er milli Rithöfundasambands Íslands og
Hagþenkis um skil á greiðslum skv. 5. gr. samnings þessa til félaga í Hagþenki.
6.2 Trúnaðarmaður:
Trúnaðarmanni sem Blindrabókasafn Íslands og Rithöfundasamband Íslands velja
sameiginlega er heimilt að fylgjast með framleiðslu og útlánum á hljóðútgáfum og hefur aðgang að gögnum Blindrabókasafns Íslands þar að lútandi.
Trúnaðarmaðurinn er bundinn þagnarskyldu um það sem hann verður áskynja í
starfi sínu og varðar persónulega hagi lánþega safnsins.

7. gr.
Lausn ágreiningsmála.
Ágreining vegna samnings þessa skal leysa með málamiðlun. Þegar ekki tekst að
leysa mál með þeim hætti skal ágreiningur borinn undir héraðsdóm Reykjavíkur.

8. gr.
Gildistími
Samningur þessi gildir til ársloka 2010 og framlengist um eitt ár í senn, nema
honum sé sagt upp skriflega með þriggja mánaða fyrirvara.

9. gr.
Undirritun
Samningur þessi er gerður í þremur eintökum og heldur hvor samningsaðili einu
eintaki og fjármálaráðherra einu.