Hér fyrir neðan er að finna taxta sem Höfundamiðstöðin setur. Athugið: Taxtar Höfundamiðstöðvar eru lágmarkstaxtar. Höfundum er í sjálfsvald sett að setja upp hærri taxta fyrir vinnu sína. Sérstakir taxtar eru fyrir skóla enda miðast þeir við að höfundur undirbúi efni fyrir heila kennslustund.
Sömu taxtar gilda þegar heimsóknir fara fram rafrænt. Ekki er heimilt að taka upp rafrænar heimsóknir nema með leyfi höfundar.
Ferðir: Fari höfundur út fyrir sitt heimasvæði greiðist 25% álag. Þurfi höfundur að dveljast yfir nótt greiðist 50% álag. Auk greiðslna fyrir upplestur/kynningu greiðir verkkaupi ferðir- og uppihald þegar það á við.
Upplestur eða kynning
Upplestur/kynning: 35.000 kr
Upplestur lágmarksgreiðsla*: 25.000 kr
*Innlit, viðvera undir 30 mínútum.
Upplestur eða kynning í skóla
Einfaldur tími í kennslustofu**: 30.000 kr
Einfaldur tími á sal: 45.000 kr
** Fari fjöldi nemenda á einni kynningu yfir 30 gildir taxtinn á „sal“
Fundir og pallborð
Þátttaka í pallborðsumræðum: 25.000 kr
Stjórnun pallborðsumræðna: 40.000 kr
Ráðstefnu-/fundarstjórn: 40.000 kr
Fyrirlestur (eftir umfangi): 60-120.000 kr
Námskeið í skóla
Fyrstu 80 mínútur: 60.000 kr
Næstu 80 mínútur: 40.000 kr
Síðan hverjar 40 mínútur: 20.000 kr