Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Gestaíbúð

Í Gunnarshúsi er gestaíbúð ætluð erlendum rithöfundum, þýðendum og öðru bókmenntafólki. Húsið er í austurbæ Reykjavíkur (10 mínútna fjarlægð frá miðbænum með strætisvagni). Dvalartími er frá einni upp í átta vikur.

Gestabúðin er vinnustofa/svefnherbergi, eldhús og bað alls um 60 fm. Tvíbreitt rúm og möguleiki á að setja inn auka dýnu. Sængurföt og handklæði fylgja.

Leigan er kr. 35.000.- á viku, greiddar eru kr. 3.500 fyrir hvern auka gest.

Bókanir og yfirlit yfir lausar vikur.