Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Dvalarsetur í La Rochelle 2022 fyrir barna- og ungmennabókahöfund

RitRithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle og la Maison des écritures de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í maí 2022. Umsóknir skulu vera á ensku.

Centre Intermondes í La Rochelle

LESA MEIRA


Gestadvöl á Hildibrand Hótel

Opið er fyrir bókanir í dvalarsetur á Hildibrand Hótel í Neskaupstað. Dvölin er til eins mánaðar í senn og kostar 50.000 kr. Innifalið er gisting á Hildibrand Hótel, aðgangur að sameiginlegum vinnustofurýmum og frír aðgangur í Sundlaug Norðfjarðar meðan á dvöl stendur. Menningarstofa Fjarðarbyggðar aðstoðar við skipulagningu á upplestrum í skólum og stofnunum, kjósi höfundar það. Greitt er fyrir upplestra og kynningar.

Menningarstofa Fjarðarbyggðar getur einnig útvegað aðgang að fleiri rýmum á vegum sveitarfélagsins bæði til skrifta sem og viðburðahald ef gestir óska þess. Hildibrand Hótel veitir einnig 25% afslátt af mat og drykk á veitingastöðum sínum Beituskúrnum og á Kaupfélagsbarnum.

Aðstaðan er hugsuð til framtíðar. Nú árið 2021 standa til boða 10 dvali . Fleiri en einn geta verið í sama mánuði og byrjað verður að taka á móti fyrstu gestum í mars. Ekki er hægt að bóka júlí og ágúst.

Dvölin er samstarfsverkefni Queer in Iceland artist residency, Menningarsjóðs SÚN, Hildibrand Hótel, Menningarstofu Fjarðabyggðar og Rithöfundasambands Íslands.

Bókanir í dvalarsetrið fara fram í gegnum tengilið Queer in Iceland og Hildibrand Hótel, Hákon Hildibrand Guðröðarson: hakon@hildibrand.is / s: 865 5868. Bókanir varðandi upplestra og aðra viðburði fara fram í gegnum tengilið Menningarstofu Fjarðabyggðar er Jóhann Jóhannsson: johann.johannsson@fjardabyggd.is / s: 8944321


Dvalarsetur í La Rochelle, auglýst eftir umsóknum

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í júní 2020. Umsóknir skulu vera á ensku.

Centre Intermondes í La Rochelle

Centre Intermondes is an international space of artistic residency dedicated to contemporary creation in all its forms (plastic, digital, musical, literary …).

 Since its creation in 2003 by sociologist Jean Duvignaud, nearly 350 artists from around the world have been welcomed.

The Center Intermondes is committed to support these emerging creators in their artistic process by offering work space, material support and professional expertise to support creation, research and mediation.

The Centre Intermondes seeks to encourage and develop international exchanges, with the aim of facilitating contemporary creativity in all forms of artistic expression, and thus to build bridges between cultures to the mutual enrichment of all.

A privileged space for debates and meetings, it connects the resident artists with the various cultural and educational actors in La Rochelle and in the Nouvelle-Aquitaine Region, in order to build joint projects and present their creation to various audiences.

Lesa meira

Sækja um


Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 2. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000. 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum: 

1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert. 

2. Að umsókn sé vandlega unnin. 

3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.

4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti. 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í maí. 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði  sem nálgast má á vef Jónshúss og skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl nk. 

Umsóknir merkist: 

Umsókn um fræðimannsíbúð
b.t. Jörundur Kristjánsson
Skrifstofu Alþingis
101 Reykjavík.


Gestadvöl í Ljubljana

f0owb28s_400x400Ljubljana, sem hefur verið Bókmenntaborg UNESCO síðan 2015, býður nú upp á gestadvöl fyrir rithöfunda í fyrsta sinn. Tvisvar á ári er höfundi boðið að dvelja í einn mánuð í hinni nýuppgerðu Švicarija/Swisshouse menningarmiðstöð sem er hluti af alþjóðamiðstöð grafískra lista (International Centre of Graphic Arts).

Hvenær?
1. – 31. október 2019 eða 20. nóvember – 20. desember 2019.

Fyrir hverja?
Gestadvölin er ætluð erlendum útgefnum höfundum sem tengjast einhverri annarri Bókmenntaborg UNESCO en Ljubljana. Þessi tengsl þurfa að koma fram í umsókn. Þetta þýðir að viðkomandi þarf að búa eða hafa búið í einhverri hinna 27 Bókmenntaborga eða tengjast einhverri þeirra í gegnum verk sín. Lista yfir Bókmenntaborgir UNESCO má sjá hér

Umsækjandinn þarf að hafa gefið út a.m.k. eitt skáldverk (prósa, ljóð eða leikverk) á móðurmáli sínu. Engar hömlur eru varðandi aldur, kyn, kynþátt eða þjóðerni. Þótt tekið sé við umsóknum frá höfundum hvers kyns skáldverka að þessu sinni, kann að vera að eitthvert annað ár verði tiltekin bókmenntagrein í brennidepli.

Hvað er innifalið?
Gesturinn fær 1000 evrur í farareyrir (upplýsingar um hugsanlegan millifærslukostnað og annan kostnað koma fram í samningi). Gesturinn dvelur í fullbúinni séríbúð í Švicarija/Swisshouse (hluti af MGLC – alþjóðlegri miðstöð grafískra lista í Ljubljana) í samfélagi við aðra alþjóðlega gesti (hver og einn hefur sína íbúð með eldhúsaðstöðu). Kostnaður við almenningssamgöngur innan borgarinnar er einnig greiddur. Frír aðgangur að interneti. Gestirnir fá hjálp við að tengjast listalífinu í borginni eftir því sem við á og höfundurinn er kynntur á opnum viðburði. Einnig er veitt aðstoð við að komast í samband við þýðendur og/eða útgefendur ef við á og tækifæri gefast. Gesturinn getur átt von á að þurfa að taka þátt í fundum á meðan dvölinni stendur, svo sem með viðburðahöldurum, útgefendum eða öðrum. Gestir bera sjálfir ábyrgð á sjúkratryggingum, fæði og umhirðu íbúðar. Ekki er hægt að hýsa aðra gesti en höfundinn.

Hvers er vænst af höfundinum?
Þótt engar kröfur séu gerðar um innihald eða tegund verkefnis sem unnið er að á dvalartímanum eru höfundar beðnir að skrifa stuttan bókmenntatexta (sögu, essayu, ljóð) sem á einhvern hátt tengist kjarnahugtaki Švicarija/Swisshouse, sem er “samfélag, list og náttúra” (community, art and nature) og Bókmenntaborginni Ljubljana, sem þeir eru tilbúnir til að flytja (lesa upp) á viðburði í borginni. Textinn verður þýddur á slóvensku og birtur með einhverjum hætti (í bókmenntatímariti eða öðru riti, hvort sem er prentuðu eða rafrænu, dagblöðum o.s.frv.). Bókmenntaborgin Ljubljana gerir að öðru leyti ekki tilkall til neinna réttinda varðandi textann. Gesturinn er hvattur til að sýna áhuga á og taka þátt í bókmenntaviðburðum í borginni, eftir því hvað hentar hverjum og einum, en þess er í það minnsta vænst að hann komi fram á einum bókmenntaviðburði (og lesi fyrrnefndan texta). Ekki er greitt sérstaklega fyrir þetta nema um annað sé samið.

Staðsetning
Švicarija/Swisshouse er menningar-, mennta- og samfélagsmiðstöð í hjarta almenningsgarðs í miðborg Ljubljana. Þar er boðið upp á dagskrá fyrir almenning, vinnurými fyrir listamenn borgarinnar og gestadvöl fyrir alþjóðlega listamenn og sérfræðinga. Setrið er líka heimili víðtæks samfélagsverkefnis sem vinnur út frá þemanu “samfélag, list og náttúra”. Það er hluti af MGLC – alþjóðlegri miðstöð grafískra lista sem safnar og framleiðir prentefni og samtímalist, rekur gestaprógramm fyrir alþjóðlega listamenn og byggir á arfleifð prentlistar 20. aldarinnar. Tvíæringur grafískrar listar Ljubljana (Biennial of Graphic Arts) er elsti tvíæringu heims á sviði prentlistar en hann hefur verið haldinn frá árinu 1955.

Um gestgjafana
Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, var Höfuðborg bóka / World Book Capital 2010. Þegar borgin hlaut útnefningu sem Bókmenntaborg UNESCO 2015 varð hún hluti af neti Bókmenntaborga UNESCO um allan heim sem nú telur 28 borgir. Sem Bókmenntaborg skuldbindur borgin sig til að styðja við bókmenntir og lestur og taka þátt í verkefnum sem auka samvinnu á sviði ritlistar og útgáfu. Ljubljana er lifandi menningarborg og þar er fjöldi bókmenntaviðburða af alls kyns toga, frá grasrót og jaðarviðburðum til stórra alþjóðlegra hátíða. Gestadvölin veitir frið og ró til að skrifa en um leið tækifæri til að taka þátt í bókmenntalífi borgarinnar.

Umsókn og umsóknarfrestur
Umsókn sendist til damjan@ljubljanacityofliterature.com fyrir 31. mars 2019.
Fyrirspurnir sendist á sama netfang og eins er hægt að hringja í síma +386 41 541 306.
Hægt er að óska eftir sýnishorni af samningi.

Umsóknarform:
Name:
Address:
Nationality:
Date of birth:
Originating UNESCO City of Literature:
Relation to originating UNESCO City of Literature:
Books published (most recent; at least one; if translated, list languages):
Current interests and projects (up to 150 words):
What will you most likely focus on during the residency: manuscript/project/networking/other:
Preferred month (October/December/no preference):

Gestadvöl í Ljubljana er studd af Menningarsviði Ljubljanaborgar og MGLC – International Centre of Graphic Arts.


Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Jonshus1web

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar til 17. desember 2019.
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð).

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október nk.


Sumarbústaðir

Opið er fyrir sumarúthlutun á orlofshúsunum Sléttaleiti og Norðurbæ sumarið 2018. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Húsin er í vikuleigu í tíu vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags 8. júní-17. ágúst, og kostar vikan 15.000 kr. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.
Þeir sem ekki sóttu um eða fengu úthlutað í fyrra ganga fyrir í ár. Við úthlutun skiptir lengd félagsaðildar máli.

Sækja um í Sléttaleiti

Sækja um í Norðurbæ


Kjarvalsstofa í París

kjarvalsstofaKjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Kjarvalsstofa er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2017 verða þau 522  evrur á mánuði fyrir einstakling. Tekið skal fram að úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði ekki verið lengri en 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn. Stjórn Cité Internationale des Arts lrggur áherslu á að dvalartíminn sé nýttur í vinnu umsækjanda að list sinni.

Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2017 til 31. júlí 2018. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar- og ferðamálasviðs í s. 411 6020eða á netfanginu menning@reykjavik.is.


Gestadvöl í Prag – auglýst eftir umsóknum

Prag-gestarithöfundar-170x130

Bókmenntaborgin Prag í Tékklandi auglýsir eftir gestahöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, þar á meðal Reykjavík. Skilafrestur umsókna er 29. febrúar næstkomandi.

Rithöfundar og þýðendur geta sótt um gestadvöl. Auglýst er eftir umsóknum um þrjú tímabil nú í ár: júlí og ágúst, september og október eða nóvember – 15. desember. Tilkynnt verður hverjir hreppa hnossið þann 31. mars.

Umsóknir og fyrirspurnir sendast til Rödku Návarova: radka.navarova@mlp.cz

Prag, sem hefur verið ein af Bókmenntaborgum UNESCO frá árinu 2014, býður erlendum rithöfundum og þýðendum að dvelja við ritstörf í borginni um tveggja mánaða skeið. Tekið er á móti sex höfundum ár hvert. Fyrst um sinn verður eingöngu tekið á móti höfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, en borgirnar eru nú tuttugu talsins að Prag meðtaldri. Við fyrstu úthlutun í fyrra sóttu höfundar frá Dublin, Dunedin, Melbourne, Norwich og Reykjavík um gestadvöl og var einn íslenskur höfundur meðal þeirra fjögurra sem urðu fyrir valinu. Þessir fjórir höfundar eru Liam Pieper (Melbourne), Sarah Perry (Norwich), David Howard (Dunedin) og Friðrik Rafnsson (Reykjavík).

Hér má lesa eða hlusta á viðtal sem David Vaughan tók við Liam Pieper og Katerinu Bajo um gestadvölina fyrir útvarpið í Prag.

Sjá vef Bókmenntaborgar.


Villa Bergshyddan í Stokkhólmi umsóknarfrestur til 14. febrúar

villabergshyddanMenningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga.

Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni í eina eða tvær vikur á árinu 2016. Dvalargjald fyrir eina viku er 1400 sænskar krónur.

Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Opnað verður fyrir umsóknir þann 14. desember 2015 og er umsóknarfrestur til 14. febrúar 2016.

Í umsókn skal tilgreina tilgang dvalar og óskir um dvalartíma ásamt kynningu á umsækjanda. Umsóknareyðublöð

Nánari upplýsingar veitir Auður Halldórsdóttir verkefnastjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. audur.halldorsdottir@reykjavik.is og Anne-Marie Andersson hjá Stokkhólmsborg netf. anne-marie.a.andersson@stockholm.se